Skvetta Berjakóla
Ekta náttúrulegt kólabragð!
Skvetta Berjakóla er íslenskt náttúrugos með gæða hráefnum og minni sykri. Skemmtileg bragðbomba sem kemur á óvart!
Við notum íslensk aðalbláber að vestan og svo ristum við og mölum kryddin sjálf. Einnig er örlítið af kaffi beint frá býli í hæsta gæðaflokki (e. speciality coffee) í drykknum. Það er þó mjög lítið koffín í hverjum drykk, eða um 8 mg í 330 ml.
Innihald: Kolsýrt vatn, hrásykur, íslensk aðalbláber, handverkskaffi, heil ristuð og möluð krydd, sjávarsalt, sítrónusýra.
Allt hráefni er vegan. Engin bragðefni eru í Skvettu.
Næringargildi í 100 ml:
Orka 17,6 kcal/74 Kj
Fita 0 gr
Kolvetni 5,3 gr, þar af sykurtegundir 5,2 gr
Prótein 0 gr
Salt 0,001 gr
Botnfall getur verið í dósinni.
Skvetta Rabbaberja
Fersk og falleg!
Skvetta Rabbaberja er með íslenskum rabbabara og jarðarberjum og fersku engiferi. Þvílík blanda af íslensku sumri og sól!
Rabbaberja Skvetta er upplögð í partýið en börn elska hana - og þá passar hún líka undurvel í hvers kyns kokteila.
Innihald: Kolsýrt vatn, hrásykur, íslenskur rauður og grænn rabbabari, jarðarber, ferskt engifer, sítrónusýra.
Allt hráefni er vegan. Engin bragðefni eru í Skvettu.
Næringargildi í 100 ml:
Orka 27 kcal/16 Kj
Fita 0 gr
Kolvetni 7 gr, þar af sykurtegundir 7 gr
Prótein 0 gr
Salt 0 gr
Botnfall getur verið í dósinni.
Átappanir - rekjanleiki Skvettu
Berjakóla
Pakkað 23. febrúar 2022. Best fyrir 23. febrúar 2023
Aðalbláber frá Vestfjörðum, handtýnd af fólki á staðnum. Handverkskaffi frá Indónesíu, ristað af Kaffi Kvörn.
Bruggað í Kaffi Laugalæk af Birni eiganda og Erlu Sigurlaugu verkefnastjóra.
Bruggað og tappað á dósir í Ægi Brugghúsi.
Rabbaberja
Pakkað 9. maí 2022. Best fyrir 9. maí 2023
Íslenskur rabbabari, rauður og grænn, frá Íslenskri Hollustu.
Erlend frosin jarðarber. Erlent ferskt engifer.
Bruggað og tappað á dósir í Ægi Brugghúsi.